Hvað næst? Sykurskattur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Vegtollar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun