RavlE skaut NÚ upp á toppinn

Snorri Rafn Hallsson skrifar
ravle

Leikurinn fór fram í Mirage kortinu. Þreföld fella Bl1ck tryggði NÚ hnífalotuna og kaus liðið að hefja leikinn í vörn. Lið Viðstöðu fór afar vel af stað í sókninni. Allee var með þrefalda fellu í skammbyssulotunni og Xeny og Tony lokuðu þeirri næstu.

Þegar lið Viðstöðu hafði unnið fyrstu fjórar loturnar spýtti NÚ heldur betur í lófana og hóf sína eigin sigurgöngu. Ekki voru þeir lengi að jafna þar sem RavlE var beittur á vappanum og Bjarni stýrði liðinu vel.

Viðstöðu átti ekki afturkvæmt í fyrri hálfleik þar sem NÚ raðaði inn hröðum og öruggum lotum sem þegar upp var staðið urðu heilar 11 talsins.

Staða í hálfleik: NÚ 11 – 4 Viðstöðu

Síðari hálfleikur hófst á algjörri sprengju þegar RavlE hafði betur einn gegn þremur með skammbyssu eina að vopni en tilþrifin má sjá hér:

NÚ hélt áfram að auka á forskot sitt í sókninni og komust í 15–5. Um miðjan hálfleikinn var þó komið að Viðstöðu að sýna hvað í þeim býr. Blazter sótti góðar opnanir og upplýsingar sem nýttust liðinu til að brjóta bankann hjá NÚ og vinna fimm lotur í röð.

Leiknum lauk hins vegar í 26. lotu. Liðin höfðu skipst á leikmönnum en tvöföld fella frá Clvr olli því að Klassy var einn eftir þegar Bl1ck kom sprengjunni fyrir. Bl1ck tók hann svo út og NÚ stóðu upp sem sigurvegarar.

Lokastaða: NÚ 16 – 10 Viðstöðu

Blazter og félögum í Viðstöðu tókst ekki að sjá við NÚ í þetta skiptið, en um stund er NÚ jafnt Þór á toppnum með 12 stig, en Þór á leik til góða.

Næstu leikir liðanna:

  • Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30
  • NÚ–TEN5ION, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 20.30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.