Græðum sárin og sameinum flokkinn okkar Viggó Einar Hilmarsson skrifar 2. nóvember 2022 08:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar