Græðum sárin og sameinum flokkinn okkar Viggó Einar Hilmarsson skrifar 2. nóvember 2022 08:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun