Bílar

Kia mest nýskráða tegundin í október

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Frá blaðamannakynningu á Sportage.
Frá blaðamannakynningu á Sportage. Kristinn Ásgeir Gylfason

Kia var söluhæsti framleiðandinn á Íslandi í október með 132 nýskráðar bifreiðar. Toyota var í öðru sæti með 119 nýskráðar bifreiðar og Ford í þriðja sæti með 102 bifreiðar. Dacia var í þriðja sæti með 90 sæti en Duster var vinsælasta undirtegundin með 89 nýskráningar í október.

Undirtegundir

Á eftir Duster var Sportage frá Kia annar vinsælasti bíllinn með 65 nýskráningar og Land Cruiser 150 frá Toyota með 55 eintök nýskráð.

Orkugjafar

Rafmagn var vinsælasti orkugjafinn í október með 436 nýskráningar og af hreinum rafbílum var MGZS EV vinsælastur með 44 nýskráningar og Polestar 2 með 40.

Dísel var næst vinsælasti orkugjafinn með 363 nýskráningar. Allir Dacia Duster sem voru skráðar í október sem og allir Land Cruiser 150 voru dísel bílar.

Heildarskráning

Alls voru 1473 bifreiðar nýskráðar í október. Hingað til hafa verið 23.500 nýskráningar. Í september voru nýskráningar 1928. Hins vegar voru 1020 ökutæki nýskráð í október í fyrra, aukningin á milli ára eru því 44,4%.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.