Flestir eru þakklátir fyrir fjölskylduna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 1. nóvember 2022 07:00 Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar