Leikjavísir

Endurgera fyrsta leikinn í Unreal 5

Samúel Karl Ólason skrifar
Geralt frá Rivia er mikil hetja.
Geralt frá Rivia er mikil hetja. CD Projekt Red

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í dag að eitt af mörgum verkefnum sem starfsmenn fyrirtækisins vinna að er að endurgera fyrsta leikinn í þríleiknum um skrímslaveiðimanninn Geralt frá Rivia. Leikurinn verður endurgerður frá grunni í Unreal 5.

Witcher er fyrsti leikurinn sem fyrirtækið framleiddi en í yfirlýsingu frá CD Projekt Red segir að endurgerðin sé skammt á veg komin. Hún sé unnin í samstarfi við pólska leikjafyrirtækið Fool‘s Theory en þar vinni fyrir gamlir starfsmenn CPR.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vilja endurgera leikinn á réttan hátt og bíða áhugasama um þolinmæði.

Leikirnir í söguheimi Witcher eru mjög vinsælir og þá sérstaklega sá þriðji í þríleiknum um Geralt frá Rivia. Þeir leikir gerast í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.

Stökkbreyttir stríðsmenn flakka um heiminn og drepa skrímsli fyrir peninga. Geralt er einn af þeim.

Leikirnir og þættirnir sem Netflix er að gera með Henry Cavill í aðahlutverki, byggja á sögum pólska rithöfundarins Andrzej Sapkowski.

CD Projekt Red tilkynnti nýverið að fyrirtækið væri með mörg járn í eldinum og unnið væri að gerð margra leikja í mismunandi söguheimum. Endurgerð upprunalega Witcher-leiksins er ein af þeim og ber starfstitlinn Canis Majoris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×