Bílar

Tesla bætir tveimur litum við

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model Y í Midnight Cherry Red.
Tesla Model Y í Midnight Cherry Red.

Tesla Model Y bílar sem framleiddir eru í Gigafactory Berlín-Brandenburg, verða nú fáanlegir í Midnight Cherry Red og Quicksilver.

Málningardeildin í verksmiðjunni í Giga Berlin var sérstaklega hönnuð með það í huga að þróa nýju litina. Ferlið er sjálfvirkt og við getum málað allt að 13 lög af málningu sem gefur mikla dýpt og framúrskarandi áferð.

Þessi háþróaða málning gefur einstaka áferð sem dregur hönnunarlínur Model Y fram og gerir litunum kleift að umbreytast eftir sjónarhorni á bílinn.

Tesla Model Y í hinum nýja Quicksilver lit.

Þessir tveir nýju litir eru nú fáanlegir á Model Y Long Range og Model Y Performance. Viðskiptavinir geta nú pantað og valið þessa tvo liti í hönnunarstúdíóinu á vef Tesla. Quicksilver kemur í stað Midnight Silver og Midnight Cherry Red kemur í stað Red Multi-Coat en fyrstu afhendingar á bifreiðum í nýju litunum munu hefjast á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×