Innlent

Bein út­sending: EES-samningurinn og á­skoranir 21.aldar

Atli Ísleifsson skrifar
Maroš Šefčovič og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir eru í hópi ræðumanna.
Maroš Šefčovič og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir eru í hópi ræðumanna. Getty/Vísir/Vilhelm

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldarinnar eru umfjöllunarefni á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra og Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu, eru meðal gesta.

Utanríkisráðuneytið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og viðskiptaráð Íslands og Evrópusambandsins standa málþinginu sem fram fer í Hátíðasal Háskóla Íslands milli klukkan 15.30 og 17 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu í spilara að neðan.

Hvernig mun samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem undirritaður var fyrir 30 árum, þjóna sameiginlegum hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins á næstu áratugum? Hvaða áhrif mun það pólitíska og efnahagslega umrót í Evrópu, sem rekja má til innrásar Rússa í Úkraínu og annarra nýrra áskorana, hafa á samstarf EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins? Hvaða hlutverki hefur ESS-samningurinn gegnt þegar fengist hefur verið við þessar áskoranir?

Þessum spurningum verður velt upp á málþinginu að því er fram kemur í tilkynningu.

Dagskrá

  • Gestir boðnir velkomnir. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
  • Opnunarávarp. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir, utanríkisráðherra

Lykilerindi

  • Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu
  • Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins
  • Að erindum loknum verður boðið upp á pallborðsumræður með lykilfyrirlestrum ásamt þeim Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóra Rannsóknaseturs um smáríki, og Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja.
  • Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×