BLAST Premier hefur göngu sína á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2022 13:01 NaVi tryggði sér sigur á BLAST Premier í vor. esports.gg Íslenskir aðdáendur tölvuleiksins CS:GO ættu að geta glaðst yfir fréttum dagsins, en atvinnumannadeildin BLAST Premier hefur göngu sína á ný á Stöð 2 eSport í dag. Átta liða úrslitin verða öll leikin í dag, en undanúrslit og úrslit fara fram um helgina. Aðalkeppni hausttímabilsins hefst í dag, en upphitun fyrir fyrsta dag tímabilsins hefst á slaginu klukkan 13:30 á Stöð 2 eSport. Íslensku liðin sem taka þátt í Ljósleiðaradeildinni geta unnið sér inn þátttökurétt á mótaröðinni með sigri í deildinni hér heima og fyrir tæpum mánuði tóku Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty þátt í undankeppninni. Liðinu tókst þó ekki að vinna sér inn sæti á mótinu, en stefnir að öllum líkindum hærra á komandi árum. Dagskrá dagsins á BLAST Premier er þétt og eins og áður segir hefst upphitun nú strax klukkan 13:30. Klukkan 14:30 mæta franska liðið Team Vitality og kínverska liðið TYLOO til leiks, en franska liðið tryggði sér sigur í ESL Pro League nú fyrir skemmstu. Klukkan 17:30 er svo komið að viðureign Astralis frá Danmörku og Eternal Fire frá Tyrklandi. Danska liðið Astralis mætir til leiks með mikla reynslu af BLAST-mótaröðinni, enda tryggði liðið sér sigur á BLAST árið 2019. Seinasta viðureign dagsins hefst svo klukkan 20:30 þegar Complexity frá Bandaríkjunum mætir brasilíska liðinu Sharks eSports, en Complexity tryggði sér meðal annars sigur á BLAST vorið 2020. Allar viðureignir átta liða úrslitana í dag verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Undanúrslitin fara svo fram á föstudag og laugardag áður en úrslitin sjálf fara fram á sunnudaginn. Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti
Aðalkeppni hausttímabilsins hefst í dag, en upphitun fyrir fyrsta dag tímabilsins hefst á slaginu klukkan 13:30 á Stöð 2 eSport. Íslensku liðin sem taka þátt í Ljósleiðaradeildinni geta unnið sér inn þátttökurétt á mótaröðinni með sigri í deildinni hér heima og fyrir tæpum mánuði tóku Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty þátt í undankeppninni. Liðinu tókst þó ekki að vinna sér inn sæti á mótinu, en stefnir að öllum líkindum hærra á komandi árum. Dagskrá dagsins á BLAST Premier er þétt og eins og áður segir hefst upphitun nú strax klukkan 13:30. Klukkan 14:30 mæta franska liðið Team Vitality og kínverska liðið TYLOO til leiks, en franska liðið tryggði sér sigur í ESL Pro League nú fyrir skemmstu. Klukkan 17:30 er svo komið að viðureign Astralis frá Danmörku og Eternal Fire frá Tyrklandi. Danska liðið Astralis mætir til leiks með mikla reynslu af BLAST-mótaröðinni, enda tryggði liðið sér sigur á BLAST árið 2019. Seinasta viðureign dagsins hefst svo klukkan 20:30 þegar Complexity frá Bandaríkjunum mætir brasilíska liðinu Sharks eSports, en Complexity tryggði sér meðal annars sigur á BLAST vorið 2020. Allar viðureignir átta liða úrslitana í dag verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Undanúrslitin fara svo fram á föstudag og laugardag áður en úrslitin sjálf fara fram á sunnudaginn.
Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti