Körfubolti

Richotti snýr aftur til Njarðvíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn þrautreyndi Nicolás Richotti er á leið til Njarðvíkur á nýjan leik.
Hinn þrautreyndi Nicolás Richotti er á leið til Njarðvíkur á nýjan leik. vísir/hulda margrét

Argentínski körfuboltamaðurinn Nicolás Richotti hefur samið við Njarðvík og mun leika með liðinu í Subway deild karla í vetur.

Richotti lék með Njarðvík í fyrra og var þá með 14,4 stig, 4,4 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hjálpaði Njarðvíkingum að verða bikarmeistarar í upphafi tímabils. Liðið varð svo deildarmeistari en tapaði fyrir Tindastóli, 3-1, í undanúrslitum.

Hinn 36 ára Richotti hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Njarðvík en hefur æft á Tenerife í sumar. Hann á að leysa Philip Jalalpoor af hólmi en hann var látinn fara eftir aðeins einn deildarleik. Jalalpoor var þó ekki lengi félagslaus því hann hefur samið við KR.

Richotti hefur lengst af ferilsins spilað á Spáni. Hann var til að mynda níu ár í herbúðum Canarias. Hann lék með argentínska landsliðinu á sínum tíma.

Njarðvík er með tvö stig eftir tvær umferðir í Subway deildinni og er komið áfram í sextán liða úrslit VÍS-bikarsins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Tindastóli í Ljónagryfjunni á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×