Virðing fyrir skoðunum barna Hanna Borg Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 17:27 Á undanförnum misserum hefur UNICEF á Íslandi lagt ríka áherslu á auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Til þess að það sé mögulegt þurfa að vera til staðar aðgengilegar leiðir fyrir börn til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri þannig að þau eigi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á öll mál er þau varða. Það er nefnilega þannig að í röddum, reynslu og hugmyndum barna felast verðmæti og það er skylda okkar fullorðna fólksins að nýta þessi verðmæti. Börn geta bent okkur á svo margt sem við fullorðna fólkið getum ekki vitað og sett fram hugmyndir sem okkur hefði aldrei dottið í hug. Vernd, umönnun og þátttaka Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar í meginatriðum um þrennt; skyldu fullorðna fólksins til þess að tryggja öllum börnum vernd, umönnun og þátttöku. Með þátttöku er átt við að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varða og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þetta á við allsstaðar í samfélaginu, alveg frá heimilinu þar sem barn hefur áhrif á hverju það klæðist, hvað það borðar, hvernig það leikur sér og hvaða bók er lesin og yfir í að hafa áhrif á námið sitt, hverfisskipulagið eða opinbera ákvörðun um umgengni eða forsjá. Þarna er ekki átt við að börn eigi alltaf að ráða öllu ein þar sem einnig þarf að hugsa um önnur réttindi barnsins; Barnið á einnig rétt á leiðsögn foreldra, forsjáraðila eða umsjónaraðila sem byggir á því sem er best fyrir barnið og tryggja þarf jafnræði allra barna. Allar greinar Barnasáttmálans tengjast og mikilvægt er að horfa heildrænt til réttinda barna. Ef við ímyndum okkur hvernig líf okkar væri ef að okkur væri vissulega tryggt öruggt og notalegt húsaskjól, nóg af mat og drykk og vinsamlegur félagsskapur en við fengjum ekki að ráða því eða hafa áhrif á það hvað við gerðum, hvað við horfðum á, hvenær við færum út, hvaða íþróttir við stunduðum, hverju við klæddumst og væri bannað að kjósa - þá liði okkur ekki vel. Við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum barna og skoðanafrelsi þeirra. Hvaða mál varða börn? En hvaða mál eru það sem varða börn? Eru það einungis málefni sem tengjast heimilinu, skólanum og tómstundunum? Getur verið að það séu líka samfélagsleg málefni líkt og skipulagsmál og fjárhagsáætlanagerð? Hverjir eru það sem nota hverfin okkar einna mest og vita nákvæmlega hvar það er sem alltaf er keyrt of hratt, hvar vantar lýsingu og hvar væri hentugt að koma fyrir leikvelli? Hverjir geta líka sagt okkur hvaða staðir eru einfaldlega frábærir og hvar þeim líður vel? Já, það eru ekki síst börnin. Ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við fjárhagsáætlanagerð hafa svo alltaf óbein áhrif á börn því allt spilar saman; hversu framarlega á forgangslistann skal það fara að fjármagn sé tryggt í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði, uppsetningu nýrra gangbrautarljósa eða í að tryggja nægan stuðning innan skóla og leikskóla? Á hvaða málefnum geta börn myndað sér skoðanir? En hvernig eiga börn eiginlega að hafa áhrif á svo flóknar ákvarðanir og geta þau skilið þetta nægilega vel til þess að geta myndað sér skoðun? Börn geta það í samræmi við aldur og þroska en til þess að geta myndað sér skoðun er algjör grundvallarforsenda að börn hafi aðgang að stuðningi og skýrum upplýsingum. Það má sannarlega tryggja börnum þessi tækifæri og þessar leiðir og það er einmitt það sem við hjá UNICEF á Íslandi höfum verið að leggja okkur fram um að fræða bæði börn og fullorðna um. Höfum við í þeim tilgangi framleitt fræðsluefni, haldið námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa sem vinna með okkur að verkefnunum Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar UNICEF, bæði fyrir fullorðna og börn. Ráðstefna um þátttöku barna Á haustdögum héldum við ráðstefnu um þátttöku barna og tækifæri þeirra til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Markmiðið var að bjóða starfsfólki sveitarfélaga og skóla að koma og fræðast um fjölbreyttar þátttökuleiðir fyrir börn. Meðal þess sem þar fór fram var kynning fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar á því hvernig hægt er að tryggja að börn fái tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og hverfisskipulag með verklaginu Skapandi samráð sem ég hvet öll sveitarfélög til þess að kynna sér vel. Í stuttu máli hafa börn mikilvægt hlutverk þegar kemur að skapandi samráði; þau fá fræðslu um hverfisskipulag og rétt sinn til þátttöku, taka þátt í að útbúa líkan af hverfinu og eru svo hvött til þess að skrifa sínar ábendingar á miða og setja á viðeigandi staði á líkaninu. Úr þessu er svo unnið á markvissan hátt. Barnvæn sveitarfélög kynntu fleiri þátttökuleiðir, líkt og að koma upp veggspjöldum víða um bæinn þar sem börn eiga leið hjá þar sem börn eru hvött til þess að senda inn ábendingar sínar og/eða hugmyndir um bæinn með hjálp QR kóða eða koma upp ábendingar- og tilkynningahnöppum á spjaldtölvur nemenda. Fjallað var um leiðir fyrir leikskólabörn til þess að hafa áhrif á leikskólastarfið og umhverfið í leikskólanum, t.d. með einföldum göngutúrum um svæðið þar sem hlustað er eftir líðan og skoðunum barna á umhverfi sínu. Einnig var fjallað um leiðir fyrir börn í grunnskóla til þess að hafa áhrif á skólaumhverfið og námið sitt og mikilvægi þess að búa til umhverfi innan skólans þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt. Umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til og þora að taka þátt og segja sínar skoðanir og hafa þannig áhrif á menntun sína og skólamenningu. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að allt fullorðið fólk fái fræðslu um réttindi barna og að við tileinkum okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar störfum en það er það sem bæði innanlandsverkefni UNICEF, Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar leggja mikla áherslu á. Öll sveitarfélög hafi virk og upplýst ungmennaráð Önnur áhrifarík þátttökuleið fyrir börn sem einnig var fjallað um á ráðstefnunni eru ungmennaráð sveitarfélaga. Ungmennaráð geta verið gífurlega áhrifamikil ef vel er að þeim staðið og þau fá þann stuðning sem þarf til þess að þátttaka þeirra sé merkingarbær en ekki aðeins til skrauts. Samkvæmt æskulýðslögum ber sveitarfélögum að hlutast til um að ungmennaráð séu stofnuð og að þau séu ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir. Að mörgu er að huga ef virkja á öflugt ungmennaráð sem hefur raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni bæjarins, þau þurfa stuðning, upplýsingar og utanumhald og þá þurfa allir aðilar innan stjórnsýslunnar að vera meðvitaðir um tilvist þess og tilgang. Í kjölfarið á ráðstefnunni sendi UNICEF á Íslandi út erindisbréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem þau eru hvött til þess að tryggja framangreint. Það er von okkar að sem allra flest sveitarfélög og menntastofnanir taki þátt í átakinu og yfirfari hvaða leiðir standa börnum til boða til þess að hafa raunveruleg áhrif og bæti úr. Höfundur er sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur UNICEF á Íslandi lagt ríka áherslu á auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Til þess að það sé mögulegt þurfa að vera til staðar aðgengilegar leiðir fyrir börn til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri þannig að þau eigi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á öll mál er þau varða. Það er nefnilega þannig að í röddum, reynslu og hugmyndum barna felast verðmæti og það er skylda okkar fullorðna fólksins að nýta þessi verðmæti. Börn geta bent okkur á svo margt sem við fullorðna fólkið getum ekki vitað og sett fram hugmyndir sem okkur hefði aldrei dottið í hug. Vernd, umönnun og þátttaka Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar í meginatriðum um þrennt; skyldu fullorðna fólksins til þess að tryggja öllum börnum vernd, umönnun og þátttöku. Með þátttöku er átt við að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varða og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þetta á við allsstaðar í samfélaginu, alveg frá heimilinu þar sem barn hefur áhrif á hverju það klæðist, hvað það borðar, hvernig það leikur sér og hvaða bók er lesin og yfir í að hafa áhrif á námið sitt, hverfisskipulagið eða opinbera ákvörðun um umgengni eða forsjá. Þarna er ekki átt við að börn eigi alltaf að ráða öllu ein þar sem einnig þarf að hugsa um önnur réttindi barnsins; Barnið á einnig rétt á leiðsögn foreldra, forsjáraðila eða umsjónaraðila sem byggir á því sem er best fyrir barnið og tryggja þarf jafnræði allra barna. Allar greinar Barnasáttmálans tengjast og mikilvægt er að horfa heildrænt til réttinda barna. Ef við ímyndum okkur hvernig líf okkar væri ef að okkur væri vissulega tryggt öruggt og notalegt húsaskjól, nóg af mat og drykk og vinsamlegur félagsskapur en við fengjum ekki að ráða því eða hafa áhrif á það hvað við gerðum, hvað við horfðum á, hvenær við færum út, hvaða íþróttir við stunduðum, hverju við klæddumst og væri bannað að kjósa - þá liði okkur ekki vel. Við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum barna og skoðanafrelsi þeirra. Hvaða mál varða börn? En hvaða mál eru það sem varða börn? Eru það einungis málefni sem tengjast heimilinu, skólanum og tómstundunum? Getur verið að það séu líka samfélagsleg málefni líkt og skipulagsmál og fjárhagsáætlanagerð? Hverjir eru það sem nota hverfin okkar einna mest og vita nákvæmlega hvar það er sem alltaf er keyrt of hratt, hvar vantar lýsingu og hvar væri hentugt að koma fyrir leikvelli? Hverjir geta líka sagt okkur hvaða staðir eru einfaldlega frábærir og hvar þeim líður vel? Já, það eru ekki síst börnin. Ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við fjárhagsáætlanagerð hafa svo alltaf óbein áhrif á börn því allt spilar saman; hversu framarlega á forgangslistann skal það fara að fjármagn sé tryggt í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði, uppsetningu nýrra gangbrautarljósa eða í að tryggja nægan stuðning innan skóla og leikskóla? Á hvaða málefnum geta börn myndað sér skoðanir? En hvernig eiga börn eiginlega að hafa áhrif á svo flóknar ákvarðanir og geta þau skilið þetta nægilega vel til þess að geta myndað sér skoðun? Börn geta það í samræmi við aldur og þroska en til þess að geta myndað sér skoðun er algjör grundvallarforsenda að börn hafi aðgang að stuðningi og skýrum upplýsingum. Það má sannarlega tryggja börnum þessi tækifæri og þessar leiðir og það er einmitt það sem við hjá UNICEF á Íslandi höfum verið að leggja okkur fram um að fræða bæði börn og fullorðna um. Höfum við í þeim tilgangi framleitt fræðsluefni, haldið námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa sem vinna með okkur að verkefnunum Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar UNICEF, bæði fyrir fullorðna og börn. Ráðstefna um þátttöku barna Á haustdögum héldum við ráðstefnu um þátttöku barna og tækifæri þeirra til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Markmiðið var að bjóða starfsfólki sveitarfélaga og skóla að koma og fræðast um fjölbreyttar þátttökuleiðir fyrir börn. Meðal þess sem þar fór fram var kynning fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar á því hvernig hægt er að tryggja að börn fái tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og hverfisskipulag með verklaginu Skapandi samráð sem ég hvet öll sveitarfélög til þess að kynna sér vel. Í stuttu máli hafa börn mikilvægt hlutverk þegar kemur að skapandi samráði; þau fá fræðslu um hverfisskipulag og rétt sinn til þátttöku, taka þátt í að útbúa líkan af hverfinu og eru svo hvött til þess að skrifa sínar ábendingar á miða og setja á viðeigandi staði á líkaninu. Úr þessu er svo unnið á markvissan hátt. Barnvæn sveitarfélög kynntu fleiri þátttökuleiðir, líkt og að koma upp veggspjöldum víða um bæinn þar sem börn eiga leið hjá þar sem börn eru hvött til þess að senda inn ábendingar sínar og/eða hugmyndir um bæinn með hjálp QR kóða eða koma upp ábendingar- og tilkynningahnöppum á spjaldtölvur nemenda. Fjallað var um leiðir fyrir leikskólabörn til þess að hafa áhrif á leikskólastarfið og umhverfið í leikskólanum, t.d. með einföldum göngutúrum um svæðið þar sem hlustað er eftir líðan og skoðunum barna á umhverfi sínu. Einnig var fjallað um leiðir fyrir börn í grunnskóla til þess að hafa áhrif á skólaumhverfið og námið sitt og mikilvægi þess að búa til umhverfi innan skólans þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt. Umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til og þora að taka þátt og segja sínar skoðanir og hafa þannig áhrif á menntun sína og skólamenningu. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að allt fullorðið fólk fái fræðslu um réttindi barna og að við tileinkum okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar störfum en það er það sem bæði innanlandsverkefni UNICEF, Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar leggja mikla áherslu á. Öll sveitarfélög hafi virk og upplýst ungmennaráð Önnur áhrifarík þátttökuleið fyrir börn sem einnig var fjallað um á ráðstefnunni eru ungmennaráð sveitarfélaga. Ungmennaráð geta verið gífurlega áhrifamikil ef vel er að þeim staðið og þau fá þann stuðning sem þarf til þess að þátttaka þeirra sé merkingarbær en ekki aðeins til skrauts. Samkvæmt æskulýðslögum ber sveitarfélögum að hlutast til um að ungmennaráð séu stofnuð og að þau séu ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir. Að mörgu er að huga ef virkja á öflugt ungmennaráð sem hefur raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni bæjarins, þau þurfa stuðning, upplýsingar og utanumhald og þá þurfa allir aðilar innan stjórnsýslunnar að vera meðvitaðir um tilvist þess og tilgang. Í kjölfarið á ráðstefnunni sendi UNICEF á Íslandi út erindisbréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem þau eru hvött til þess að tryggja framangreint. Það er von okkar að sem allra flest sveitarfélög og menntastofnanir taki þátt í átakinu og yfirfari hvaða leiðir standa börnum til boða til þess að hafa raunveruleg áhrif og bæti úr. Höfundur er sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar