Sport

Þor­leifur stendur uppi sem sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins

Tinni Sveinsson skrifar
Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson háðu einvígi í lokahluta keppninnar.
Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson háðu einvígi í lokahluta keppninnar. Vísir

Fimmtán ofurhlauparar hlaupa fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Undir er heimsmeistaratitill en hlaupið er á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum. Tæplega sjö kílómetra hringur er farinn aftur og aftur þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir.

Alls taka 555 af bestu ofurhlaupurum heimsins þátt, 15 í hverju landsliði. Hvert lið hleypur í sínu eigin landi. 

Vísir er með beina útsendingu á meðan á keppni stendur. Útsendingin stendur allt þar til síðasti Íslendingurinn hefur lokið keppni og hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi.

Uppfært: Keppninni á Íslandi er lokið og Þorleifur stendur uppi sem sigurvegari.

Þá er hægt í beinni útsendingunni hér fyrir neðan að fylgjast með hlaupunum um allan heim. 

Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með beinni textalýsingu úr Elliðaárdal. Búast má við því að Íslendingarnir hlaupi allt fram á mánudagsmorgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×