Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða Rebekka Karlsdóttir skrifar 13. október 2022 18:00 Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Byggðamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun