Viðskipti innlent

Koma ný inn í eig­enda­hóp Branden­burgar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson.
Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson. Aðsend

Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár.

Í tilkynningu segir að alls séu eigendur Brandenburgar séu nú sex, en fyrir í eigendahópnum eru stofnendur stofunnar þeir Bragi Valdimar Skúlason, Hrafn Gunnarsson, Jón Ari Helgason og Ragnar Gunnarsson.

„Sigríður Theódóra tók við sem framkvæmdastjóri Brandenburgar snemma á þessu ári. Áður vann hún sem viðskiptastjóri og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri stofunnar ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn. Sigríður Theódóra útskrifaðist með B.A. gráðu í íslensku og M.A. gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Auk þess lauk hún sérhæfðu meistaraprófi í markaðslegri stjórnun og samskiptum frá Toulouse Business School. Þá situr Sigríður Theódóra í stjórn SÍA og Ímark.

Arnar hóf störf á Brandenburg sem aðstoðarhönnunarstjóri árið 2020 og er nú sköpunarstjóri, ásamt því að leiða stefnumótun í verkefnum stofunnar. Hann var áður yfirhönnar- og teymisstjóri á nokkrum af virtustu auglýsingastofum Skandinavíu á borð við SMFB, The Oslo Company og NORD DDB. Þá hafa ýmis verkefni sem Arnar hefur leitt unnið til alþjóðlegra verðlauna og má þar nefna Cannes Lions, The One Show, Eurobest og New York Festivals. Arnar lauk námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjónlist frá Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Skotlandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×