Handhafi staðreynda í útlendingamálum? Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. október 2022 07:30 „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
„Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar