Má ég vera feitur? Sveinn Waage skrifar 12. október 2022 12:31 Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar