Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 8. október 2022 16:03 Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar