Skoðun

Stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Ragnars Þórs til forseta ASÍ

Hópur stjórnarmanna í VR skrifar

Í ljósi umræðu og greinaskrifa stjórnarfólks í 12 aðildarfélögum innan ASÍ hér á Vísi.is í gær þar sem veist er að formanni VR með afar ósmekklegum hætti viljum við stjórnarfólk í VR koma því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þór sem við þekkjum mörg býsna vel eftir margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns. Þar sem fyrirkomulagið í 15 manna stjórn VR er með þeim hætti að helmingur stjórnar kosinn árlega til tveggja ára skiptir miklu máli að vanda til verka innan stjórnar þannig að góður liðsandi myndist og styrkleikar stjórnarinnar fái að njóta sín. Við stjórnarfólk í VR erum ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála og vissulega langir stjórnarfundir oft á tíðum en Ragnari Þór hefur tekist að byggja upp góðan liðsanda í hópi stjórnar þar sem frjáls og opin skoðanaskipti eiga sér stað og allar raddir fá að heyrast. Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður

Harpa Sævarsdóttir, ritari

Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður

Fríða Thoroddsen, stjórnarmaður

Helga Ingólfsdóttir, stjórnarmaður

Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður

Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, stjórnarmaður

Selma Björk Grétarsdóttir, stjórnarmaður

Sigríður Lovísa Jónsdóttir, stjórnarmaður

Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður

Sigurður Sigfússon, stjórnarmaður

Þorvarður Bergmann Kjartansson, stjórnarmaður

Þórir Hilmarsson, stjórnarmaður


Tengdar fréttir

Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ

Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.