Leikjavísir

Wakeuplaid tekur yfir GameTíví

Samúel Karl Ólason skrifar
Wakeuplaid yfirtaka

Ingólfur Valur, eða Wakeuplaid, mun taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann ætlar að spila hryllingsleiki með Spyro, hundinum sínum.

Ingólfur er 26 ára gamall og segist mikið tölvunörd. Hann segist hafa spilað tölvuleiki frá því hann hafi verið barn en hann hafi alltaf verið hræddur við hryllingsleiki. Þess vegna langi hann að spila þá.

Í kvöld ætlar hann að spila leikinn Phasmophobia.

Streymi Ingólfs hefst klukkan níu í kvöld. Hægt er að fylgjast með því í spilaranum hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.