Englabarnið Guðjón Ari Logason Ragnars skrifar 7. október 2022 10:30 Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir -Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir -Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun