„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 09:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31