Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 16:30 Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis. Aðsent/Aldís Pálsdóttir Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér. Lyf Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér.
Lyf Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira