„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:00 Egill Magnússon átti sjö skot en skoraði ekkert mark gegn Fram og hefur aðeins nýtt 22% skota sinna á leiktíðinni. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni