Handbolti

Lærisveinar Guðjóns Vals köstuðu frá sér sigrinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach.
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach. Twitter@vfl_gummersbach

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, þurfti að sætta sig við eins marks tap er liðið heimsótti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29-28. 

Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson leika báðir með Gummersbach og skiluðu þeirsamtals fimm mörkum. Hákon skoraði tvö fyrir gestina, en Elliði skoraði þrjú.

Eins og lokaölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk.

Heimamenn í Göppingen fóru inn í hálfleikshléið með eins marks forskot í stöðunni 15-14, en Íslendingalið Gummersbach náði forystunni á ný um miðjan síðari hálfleik.

Þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka náðu gestirnir í Gummersbach tveggja marka forystu í stöðunni 24-26, en heimamenn reyndust sterkari á lokamínútunum og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 29-28.

Gummersbach situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki, þremur stigum meira en Göppingen sem situr í tíunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.