Haukfránn og Trippa-Jón Ármann Jakobsson skrifar 28. september 2022 10:02 Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun