Handbolti

Teitur markahæstur í stórum Evrópusigri Flensbug

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu afar öruggan sigur í kvöld.
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu afar öruggan sigur í kvöld. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður vallarins er Flensburg vann afar öruggan 14 marka sigur gegn pólska liðinu MMTS Kwidzyn í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag, 25-39.

Teitur og félagar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins og því var það snemma nokkuð ljóst í hvað stefndi. Flensburg náði mest 11 marka forskoti í fyrri hálfleik, en heimamenn klóruðu í bakkann áður en gengið var til búningsherbergja. Staðan 12-21, Flensburg í vil, þegar hálfleiksflautið gall.

Síðari hálfleikur var hálfgert formatriði fyrir gestina frá Þýskalandi og Flensburg vann að lokum öruggan 14 marka sigur, 25-39.

Teitur Örn Einarsson var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með sex mörk, en Jóhan á Plógv Hansen og Emil Jakobsen skourðu einnig sex mörk hvor fyrir Flensburg. Liðin mætast á nýjan leik að viku liðinni í Þýskalandi þar sem Teitur og félagar ættu að klára einvígið nokkuð þægilega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.