Íslenskukennsla á vinnutíma – er allra hagur Ragnheiður Jóna Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 08:01 Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun