Handbolti

Íslandsmeistararnir ekki í vandræðum með HK

Atli Arason skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður leiksins með 12 mörk.
Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður leiksins með 12 mörk. vísir/daníel

Íslandsmeistarar Fram unnu 25 marka stórsigur á HK í Olís-deild kvenna í dag, 39-14.

Embla Steindórsdóttir gerði fyrsta mark leiksins fyrir HK en eftir það tók Fram öll völd á leiknum, náði forskotinu og leiddi leikinn alla leið til enda.

Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Fram, var lang markahæst í leiknum með 12 mörk úr 13 skotum. Embla Steindórs og Berglind Þorsteinsdóttir voru markahæstar í liði HK með fjögur mörk hvor

Er þetta fyrsti sigur Íslandsmeistaranna eftir tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. Fram er nú með tvö stig í efsta sæti deildarinnar þegar flest lið í kringum þær eiga einn leik til góða. HK er á sama tíma á botni deildarinnar án stiga eftir tvo leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.