Fyrirtækið mun áfram þjónusta Toyota eigendur í Rússlandi en ekki framleiða neina bíla þar. Fyrirtæki hafa mörg hver yfirgefið Rússland í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Nú hefur Toyota bæst við á þann lista.
Verksmiðjan í Sankti Pétursborg hefur verið óstarfrækt síðan í mars, vegna skorts á hráefnum, en nú hefur verið ákveðið að setja ekki framleiðsluna aftur af stað.
Verksmiðjan framleiddi um 100.000 bíla á ári ogog framleiddi Camry og Rav4. Sem hluti af lokun verksmiðjunnar hefur Toyota tekið á sig greiðslur til starfsfólks sem og aðrar samfélagslegar skyldur. Hverjar sem þær kunna að vera.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.