Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Haukur Skúlason skrifar 21. september 2022 13:30 Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar