Íslenska stoltið Eva María Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 15:01 Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Eva María Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun