Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Atli Arason skrifar 20. september 2022 07:01 Isabella Ósk er leikmaður Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn