Körfubolti

Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Juancho Hernangómez og félagar eru komnir í úrslit á EuroBasket.
Juancho Hernangómez og félagar eru komnir í úrslit á EuroBasket. Soeren Stache/Getty Images

Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit.

Leikur kvöldsins var góð skemmtun, hraðinn var mikill og bæði lið spiluðu frábæran körfubolta. Spánverjar byrjuðu betur en svo tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum. Þeir leiddu í hálfleik, staðan þá 51-46.

Þriðji leikhluti var mjög jafn en að honum loknum höfðu Þjóðverjar bætt forystu sína um eitt stig og voru því í góðum málum fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Hvað gerðist í leikhléinu milli leikhluta er alls óvíst en Spánverjar spiluðu frábærar vörn sem og sókn á meðan ekkert gekk upp hjá Þjóðverjum.

Þýska liðið gat vart skorað körfu til að bjarga lífi sínu á meðan Spánn raðaði inn. Á endanum fór það svo að Spánverjar unnu leikhlutann með 11 stiga mun og leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 96-91.

Lorenzo Dontez Brown var stigahæstur í liði Spánar með 29 stig. Hann gaf einnig sex stoðsendingar. Þar á eftir komu bræðurnir Willy Hernangómez með 16 stig og Juancho Hernangómez með 13 stig. Hjá Þýskalandi var Dennis Schröder stigahæstur með 30 stig.


Tengdar fréttir

Frakkar flugu í úrslit með risasigri

Frakkar tryggðu sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins í körfubolta með afar öruggum 41 stigs sigri gegn Pólverjum í dag, 95-54.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×