Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ólafur Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:30 Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ólafur Sveinsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun