Ljóstýran einkavædd Stefán Pálsson skrifar 14. september 2022 08:01 Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Orkumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun