Körfubolti

Dramatíkin allsráðandi í 16-liða úrslitum EM í körfubolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rudy Gobert og félagar komnir í 8-liða úrslit.
Rudy Gobert og félagar komnir í 8-liða úrslit. vísir/Getty

Fjögur lið tryggðu sig inn í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar í körfubolta í dag.

Fyrri hluti 16-liða úrslitanna fór fram í dag og er óhætt að segja að hart hafi verið barist og mikil spenna.

Fyrsti leikur dagsins var algjörlega magnaður en þar höfðu Frakkar að lokum betur eftir framlengdan leik gegn Tyrkjum. Unnu Frakkar með minnsta mögulega mun, 86-87.

NBA stjarnan Rudy Gobert fór mikinn og var stigahæstur Frakka með 20 stig auk þess að rífa niður sautján fráköst.

Önnur NBA stjarna fór fyrir liði Slóveníu sem vann nokkuð öruggan sextán stiga sigur á Belgíu, 88-72, þar sem Luka Doncic gerði 35 stig. 

Þjóðverjar lentu í kröppum dansi gegn Svartfjallalandi en höfðu að lokum góðan sex stiga sigur, 85-79 og var Dennis Schröder atkvæðamestur í liði Þjóðverja með 22 stig.

Síðasti leikur dagsins var svo álíka magnaður og sá fyrsti því Spánverjar og Litháar háðu rosalega rimmu sem lauk nú rétt í þessu.

Eftir framlengdan leik unnu Spánverjar 102-94 eftir æsilegar lokamínútur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×