Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Ragnar Borgþór Ragnarsson skrifar 7. september 2022 10:00 Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar