Viðskipti erlent

Fjámagns­inn­spýting til Truth Social á bið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/TRACIE VAN AUKEN

Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu.

Trump tilkynnti í október á síðasta ári að hann myndi stofna samfélagsmiðilinn Truth Social. Trump var bannaður af Twitter og Facebook í kjölfar árásarinnar á þinghúsið en hann var mjög virkur á Twitter, enda hafi hann verið með 89 milljónir fylgjenda þar. Fylgjendafjöldinn á Truth social virðist ekki bera skilaboð hans jafn langt en þar hafi hann 4 milljónir fylgjenda.

Samruni Trump Media og Digital World Acquisition Corp er sagður hafa verið á bið vegna rannsóknar á aðstæðum samrunans en Truth social átti að fá fjármagnsinnspýtingu upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadala frá Digital World eða 187,5 milljarði króna. Guardian greinir frá þessu.

Ekki sé ljóst hvernig Truth Social hefur verið starfræktur án fjármagns vegna samrunans en tilkynnt hafi verið í síðustu viku að fyrirtækið stæði vel fjárhagslega.


Tengdar fréttir

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×