Ísland eitt landa leggur ekki gjöld á innfluttar unnar landbúnaðarvörur Erna Bjarnadóttir skrifar 6. september 2022 10:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun