Konungurinn gerir ekki rangt Andrés Magnússon skrifar 5. september 2022 11:31 Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun