Konungurinn gerir ekki rangt Andrés Magnússon skrifar 5. september 2022 11:31 Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun