Háð bæði Kína og Rússlandi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. september 2022 11:00 Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar