Frá kyrrsetumanni að drepast - yfir í líkama sem gott er að lifa í Jón Þór Ólafsson skrifar 2. september 2022 13:31 Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar