NPA samningar – jafnaðarmenn knýja fram réttarbót fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 2. september 2022 09:31 Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun