Viðskipti innlent

Garðar ráðinn for­stjóri Valitor

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Garðar tekur við stöðu forstjóra Valitor í dag.
Garðar tekur við stöðu forstjóra Valitor í dag. Aðsend

Garðar Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Garðar tekur við stöðunni af Herdísi Fjeldsted, frá og með deginum í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor, sem alþjóðlega fjártæknifyrirtækið Rapyd keypti fyrir skemmstu af Arion Banka, en formlega var gengið frá kaupunum 1. júlí síðastliðinn. Garðar gegndi áður forstjórastöðu hjá Rapyd Europe.

„Ég er þakklátur og fullur tilhlökkunar yfir því að fá tækifæri til að leiða fyrirtækið í þessari spennandi vegferð nú þegar Valitor er formlega komið í eigu Rapyd,“ er haft eftir Garðari í tilkynningunni. 

„Starfsfólk Valitor er mjög mikilvægt fyrir Rapyd og með því að sameina teymi þessara tveggja fyrirtækja getum við náð okkar sameiginlega markmiði: að hjálpa viðskiptavinum á Íslandi, og víðar, að þrífast á hvaða markaði sem er á hnettinum.“

Þá er haft eftir Herdísi Fjeldsted, fráfarandi forstjóra, ánægjulegt sé að Garðar taki við keflinu sem forstjóri. 

„Ég hef fulla trú á því að framtíð fyrirtækisins, öflugt starfsfólk og viðskiptavinir eru í mjög góðum höndum,“ er jafnframt haft eftir Herdísi.


Tengdar fréttir

Valitor komið á réttan kjöl eftir heljarinnar átak í miðjum heimsfaraldri

Viðamikil endurskipulagning á Valitor kom greiðslumiðlunarfyrirtækinu á réttan kjöl eftir áralangan taprekstur. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót, segir að sala á erlendri starfsemi, veruleg hagræðing á öllum sviðum og markviss stefnumótun hafi lagt grunninn að farsælli umbreytingu á rekstrinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×