Samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun