Golf

Scheffler með sex högga forystu fyrir lokahringinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scottie Scheffler á sigurinn vísann á Tour Championship mótinu í golfi.
Scottie Scheffler á sigurinn vísann á Tour Championship mótinu í golfi. Kevin C. Cox/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er með sex högga forysu á Tour Championship mótinu í golfi nú þegar aðeins einn hringur er eftir.

Veður setti strik í reikninginn í gær og því var ekki hægt að klára þriðja hringinn á tilsettum tíma. Kylfingarnir fóru aftur út í dag og kláruðu hringinn og eru nú að gera sig klára í að leika seinasta hring mótsins.

Scottie Scheffler lék hringinn í dag á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari,og er því samtals á 23 höggum undir pari þegar einn hringur er eftir. 

Xander Schauffele og Rory McIlroy eru næstu menn á samtals 17 höggum undir pari, en Norður-Írinn McIlroy lék þriðja hringinn á sjö höggum undir pari og stökk upp um fimm sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×