Golf

Schauffele heggur á forskot Scheffler

Atli Arason skrifar
Scottie Scheffler fylgist með Xander Schauffele pútta í dag.
Scottie Scheffler fylgist með Xander Schauffele pútta í dag. Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler leiðir Tour Championship á 19 höggum undir pari eftir annan dag mótsins en landi hans, Xander Schauffele er ekki langt á eftir.

Scheffler endaði fyrsta hring mótsins í efsta sæti með fimm högga forystu á næstu kylfinga en Scheffler kláraði hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er því samtals á 19 undir. Xander Schauffele átti frábæran hring í dag en Schauffele lék á sjö höggum undir pari og náði því að minnka forskot Scheffler niður í tvö högg. Schauffele er samtals á 17 höggum undir pari.

Spánverjinn John Rahm er í þriðja sæti á eftir þeim Scheffler og Schauffele en Rahm fór hringinn í dag einnig á sjö höggum undir pari og er samtals á 13 höggum undir pari. Á meðan er núverandi FedEx meistari, Patrick Cantlay í fjórða sæti ásamt Im Sung-jae, báðir á 12 höggum undir pari.

Tour Championship mótið heldur áfram á morgun klukkan 17.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en heildarstaða efstu tíu kylfinga fyrir morgundaginn má sjá hér að neðan.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.