Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:31 VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar