Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“ Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“
Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43